þriðjudagur, 31. október 2017

Appelsínugult og grænt

Síðasti dagur októbermánaðar var blautur og grár en mildur. Á degi sem þessum skar kona niður graskersrest, pipraði og saltaði og lét malla í ólafíuolíu í ofni. Tók góðan hálftíma að verða mjúkt. Var búin að skola spínat sem ég lagði á disk, graskersbitar örlítið kældir lagðir ofan á spínatið. Keypti geitaost í Melabúðinni sem ég krumplaði og kleip yfir spínatið og graskerið. Hrærði ólafíuolíu og balsamediki saman og drippaði yfir þrennuna. Þurrsteikti sólblómafræ á pönnu og dreifði í óreglulegri óreiðu yfir. Á meðan á öllu þessu stóð hlustaði ég á Rhye og dreypti á hvítvíni. Feðgar tveir biðu svangir. Útkoman bærileg ef ekki bara harla góð 
 Er ekki annars rosalega langt síðan ég hef bloggað um mat?

1 ummæli:

ella sagði...

Alveg rosalega